Náðu betur í gegn

Námskeið í áhrifaríkum kynningum

Í sölu og samskiptum er nauðsynlegt að fanga athygli viðskiptavinarins með skilaboðum sem sannfæra hann um ávinninginn af því að halda áfram að hlusta eða lesa. 

Lærðu að segja söguna þannig að hún sannfæri, að draga fram raunverulegan ávinning af hugmyndinni, vörunni eða þjónustunni þinni með sögutækni (e. storytelling) sem skapar trúverðugleika og tengingu.

Þú færð að kynnast aðferðafræði og verkfærum sem hjálpa þér að móta áhrifarík skilaboð, hvort sem þú ert í samtali við viðskiptavin, á fundi eða að halda erindi á  ráðstefnu.

Námskeiðið inniheldur fjarkennslu, kennslu á staðnum, verklegar æfingar og eftirfylgni.

Hvað lærir þú?

  • Að móta og segja frá virði 
  • Að nýta rödd, líkamstjáningu og sjónrænt efni til að auka trúverðugleika
  • Snjalla notkun á gervigreind 
  • Að stjórna flæði og orku kynninga til að hrífa viðmælandann með
  • Að halda skýrar, sannfærandi kynningar sem miða að þörfum og sjónarhorni viðtakandans

Námskeiðið hentar fyrir:

  • Þau sem koma að sölu, sérstaklega í B2B og lausnasölu
  • Vörueigendur, ráðgjafa og þjónustufólk sem kynna lausnir
  • Stjórnendur sem kynna stefnu, hugmyndir eða niðurstöður fyrir hagaðilum
  • Alla sem vilja skila skýrum og áhrifaríkum skilaboðum, í samtölum, á fundum eða sviði
Almennt verð er 190.000 kr. +vsk.

Snemmskráningartilboð

Staðfestu skráningu fyrir 15. desember og fáðu sérkjör: 150.000 kr. +vsk
espenlaeng

Nýttu kraft frásagnarlistar í sölukynningum

Námskeiðið er samstarf Lóu Báru Magnúsdóttur hjá Protera og Espen Laeng, leiðandi þjálfara í B2B kynningum og sölutækni.

Hann hefur þjálfað þúsundir fagfólks í sölu, ráðgjafar- og tæknigeiranum á Norðurlöndum.
Hann hjálpar fólki að koma skilaboðum skýrt og sannfærandi frá sér með markvissri uppbyggingu, frásagnarlist og sjálfstrausti.

  • Byggðu upp sannfærandi sölukynningar
  • Nýttu frásagnarlist til að hafa áhrif
  • Komdu frá þér flóknum lausnum á skiljanlegan hátt

Espen Laeng hefur þjálfað leiðandi fyrirtæki í Norðurlöndunum

Fyrirkomulag

Námskeiðið fer fram í litlum hópi og því er takmarkað sætamagn.

  • Rafrænn undirbúningur (60 mín.) 26. janúar 2026:
    Skilgreining á virðisframboði og um kynningar á fjarfundum.
  • Heilsdags námskeið í Reykjavík 2. febrúar 2026 á Hilton Nordica.
    Aðferðir, frásagnarform og tækni. Innifalið: morgun og síðdegiskaffi og hádegisverður á Vox.
  • Verkleg æfing (½ dagur)
    Skipt í minni hópa annaðhvort 3. eða 4. febrúar á Hilton Nordica. 
    Þú kynnir eigin vöru/lausn, færð persónulega endurgjöf frá Espen í smærri hópum.
    Innifalið kaffi og léttar veitingar.
  • Rafræn eftirfylgni (1 mánuði síðar): 
    Til að hámarka árangur er boðið upp á opinn spurninga- og umræðufundur um reynslu og beitingu aðferða í raunverulegum verkefnum.

Algengar spurningar

Á hvaða tungumáli fer námskeiðið fram?

Kennsla og kennsluefni er á ensku en þátttakendur geta valið hvort þau framkvæmi verklega æfingu á ensku eða íslensku. Við mælum með því að kynna á ensku til að fá sem mesta endurgjöf á bæði kynningartækni og innihald. Ef þau kynna á íslensku fá þau aðeins endurgjöf frá öðrum þátttakendum varðandi innihald.

Fyrir hvern er námskeiðið?

Fyrir sölufólk, ráðgjafa, vörustjóra og stjórnendur sem vilja vera öruggari í kynningum, skerpa frásögn sína, koma skýrar að kjarna málsins og kynna flóknar lausnir á aðgengilegan hátt. Þú þarft ekki að vera með fyrri reynslu – bara opinn fyrir æfingu.

Hvað læri ég á námskeiðinu?

Þú lærir að byggja upp áhrifaríkar sölukynningar sem skila skýru virðistilboði, nota storytelling til að skapa samhengi og æfa framsögn sem tengir betur við viðskiptavini, hvort sem er í 1:1 samtali eða stærri kynningum.

Ég held sjaldan stórar kynningar, hentar námskeiðið mér?

Þetta námskeið snýst ekki bara um sviðskynningar. Það snýst um að koma skilaboðum á framfæri á skýran, áhrifaríkan og sannfærandi hátt – hvort sem er í fundi, 1:1 sölusamtali, í tölvupósti eða stærri kynningu.

Þú lærir:

  • Að koma frá þér virðisframboði á einfaldan hátt

  • Að aðlaga frásögn að ólíkum viðtakendum

  • Að vinna með efni sem nýtist í daglegum samskiptum og fundum

Þetta er námskeið fyrir alla sem þurfa að útskýra, sannfæra eða kynna – ekki bara fyrir þá sem standa reglulega á sviði.

Er námskeiðið aðeins fyrir fólk á fyrirtækjamarkaði?

Nei – en áherslan er á B2B samskipti.
Námskeiðið hentar sérstaklega vel fyrir þá sem starfa í B2B umhverfi þar sem flóknar lausnir og þjónusta þarf að koma skýrt og markvisst til skila.

Það er þó ekki útilokandi fyrir aðra. Ef þú þarft að kynna hugmyndir, útskýra virði eða sannfæra aðra með rökum og frásögn, þá færðu fullt af gagnlegum verkfærum hér.

Er hægt að fá einkakennslu?

Já, það stendur til boða að bóka einkakennslu annaðhvort fyrir einstakling eða fyrir hóp í fyrirtæki. Hafið samband og við gerum tilboð.

Skráðu þig á námskeiðið

Viltu meiri hjálp?

Við bjóðum upp á 1:1 vinnustofu í aðdraganda námskeiðsins til að hjálpa þér að komast að kjarnanum í vörunni þinni.  Vinnustofan er leidd af Lóu Báru Magnúsdóttir ráðgjafa hjá Protera og byggir á verkfæri hennar "stimplinum".