Skip to content

Protera ráðgjöf

Sérhæfð ráðgjöf í stefnumótun, sölu og markaðsstarfi sem skilar árangri.

Protera hjálpar stjórnendum að skilja kjarnann frá hisminu, móta stefnu og umbreyta henni í árangur. Fókusinn er á sókn, samskipti og menningu sem fólk trúir á.

Með skýrum markmiðum, öguðum vinnubrögðum og hagnýtingu tækni byggjum við upp forskot sem endist.

Eldflaug

Sérhæfing Protera

Ég styð stjórnendur við að móta skýra stefnu og miðla tilgangi og sýn þannig að fólk trúi á og fylgi eftir.

Sérhæfing mín felst í að þýða stefnu yfir í markmið, ferla og framkvæmdir, með sérstakri áherslu á sölu og markaðssókn.
Þegar fólk, stefna og menning dragast saman í sömu átt verður vörumerkið afl sem sameinar fólk og knýr vöxt.

 

Stefnumótun og samskipti

Ég tengi stefnu við samskipti, sölu og markaðssókn til að skapa árangur sem verður sýnilegur í rekstri.

Með því að skýra tilgang, samræma skilaboð og virkja fólk í kringum markmið verða samskiptin áhrifarík og trúverðug. Hvort sem er í umbreytingu eða uppbyggingu vörumerkis legg ég áherslu á að tengja fólk, stefnu og markað saman til að skapa árangur.

Markaðstækni

Það eru gríðarleg tækifæri í að hagnýta tækni í markaðs- og sölustarfi. 

Ég elska að finna leiðir til að einfalda hlutina og hef reynslu af að hagræða með sjálfvirkni og nýtingu gervigreindar t.d. í CRM, efnisgerð og árangursmælingum.

Markaðsstjóri til leigu

Ég tek að mér hlutverk tímabundins eða hluta­starfandi markaðsstjóra fyrir fyrirtæki sem vilja efla markaðsstarfið með aðkomu reynslumikils leiðtoga.

Saman skilgreinum við árangur, ábyrgð og eftirfylgni, svo teymið vinni markvisst að sameiginlegum markmiðum. Ég rýni og móta ferla, stefnu og nálgun sem styður við vöxt fyrirtækisins og kalla inn sérfræðinga úr mínu neti þegar þörf krefur.

Þjónustuframboð

Konsept-vinnustofa

Skýr virðislof­orð skapa forskot. Í þessari vinnustofu skilgreinum við kjarnann í vörunni þinni eða þjónustu og mótum skilaboð sem hreyfa við markaðnum. Fyrir frumkvöðla eða þroskuð fyrirtæki sem vantar hjálp við að pakka inn vöru eða þjónustu til markaðssetningar.

149.000/vinnustofa

Innifalið

  • Kennsla að sniðmát
  • 90 mínútna vinnustofa
  • Úrvinnsla
  • Afhending á virðisloforði

Námskeið í sölukynningum

Ég býð upp á námskeið í áhrifaríkum sölukynningum, sérstaklega miðað að B2B sölu.

190.000/námskeið

Viðfangsefni

  • Frásagnarlist
  • Uppbygging söluræðu
  • Sterk sölurök
  • Rýni á kynningartækni

Um mig

Á bak við Protera stendur Lóa Bára Magnúsdóttir, leiðtogi með yfirgripsmikla reynslu af vöruþróun, sölu, markaðssetningu og nýsköpun.

,,Ég stofnaði Protera til að nýta reynslu mína í hagnýta ráðgjöf.

Eftir að hafa leitt vörur, sölu- og markaðsstarf hjá Origo, Cloetta og Orkla lærði ég að árangur byggir á þremur hlutum: skýrri stefnu, menningu sem styður hana, og framkvæmd sem fylgir eftir.

Í dag vinn ég með stjórnendum sem vilja skapa forskot sem endist."

Þegar verkefnið krefst fleiri handa vinn ég með reyndu fólki úr mínu tengslaneti – þannig sameinum við stefnu, markaðs- og söluhugsun sem skilar raunverulegum árangri.

LoaSquare

Hafðu samband

Ertu með áskorun sem ég gæti hjálpað þér með? Sendu mér endilega línu. Ég hlakka til að heyra frá þér.